Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Karlakór Keflavíkur að hefja vetrarstarfið - opnar æfingar
Mánudagur 18. september 2017 kl. 07:00

Karlakór Keflavíkur að hefja vetrarstarfið - opnar æfingar

Karlakór Keflavíkur er nú að hefja 63. starfsár kórsins. Kórinn hefur endurráðið Jóhann Smára Sævarsson sem stjórnanda 2017-2018 en hann stýrði kórnum starfsárið 2016-2017.


Margt spennandi er framundan hjá kórnum svo sem heimsókn annarra kóra og þátttaka í Allra heilagra messu í Keflavíkurkirkju. Þá eru áform um heimsókn kórsins til annarra landa á dagkrá í vetur.
Kórinn býður áhugasömum söngmönnum í heimsókn á opnar æfingar í september.
Æfingar eru á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 19:30 til kl. 21:30.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024