Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Karla- og konukvöld í sundlauginni starta sólseturshátíð í Garði
Mánudagur 27. maí 2019 kl. 06:00

Karla- og konukvöld í sundlauginni starta sólseturshátíð í Garði

Garðmenn efna til sólseturshátíðar fyrr en áður og á mánudags- og þriðjudagskvöld verða karla- og konukvöld í sundlauginni í Garði.
Karlarnir fá mánudagskvöldið og starta þá með alvöru Sólseturshátíð í Garði kl. 20 en hátíðin stendur yfir alla vikuna. Sigga Dögg kynfræðingur mun líta við og það verður fróðegt að sjá hvað hún ætlar að ræða við karlana sem munu fá sér kjötsúpu eftir sundleikfimina sem Doddi mun sjá um þetta kvöld.

Konurnar fylgja körlunum eftir með konukvöld í lauginni á þriðjudagskvöld. Þurý mun sjá um sundleikfimi og konurnar fá líka kjötsúpu á eftir. Sigga Kling mun mæta í Garðinn og koma á óvart eins og alltaf.

Á miðvikudag mun Magnús Stefánsson, bæjarstjóri setja hátíðina formlega kl. 11 við Íþróttamiðstöðina. Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson mun mæta og leika nokkur lög. Um kvöldið verður svo söguganga undir leiðsögn Harðar Gísla frá Sólbakka og gengið frá Samkomuhúsinu.
Dagskrá verður í boði alla daga vikunnar, listsýningar víða um bæinn en hátíðnni lýkur á sunnudag með knattspyrnuleik Víðismanna og Völsunga á Nesfiskvellinum kl. 16.
Dagskrá Sólseturshátíðar

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024