Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Karl skilar lögguhúfunni
Mánudagur 5. apríl 2010 kl. 13:06

Karl skilar lögguhúfunni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Karl Hermannsson lauk störfum hjá Lögreglunni á Suðurnesjum eftir 34 ára starf síðasta dag marsmánaðar. Fékk Karl viðeigandi kveðju hjá félögum sínum í lögreglunni eins og sjá má á myndum okkar frá athöfninni.

Karl hóf störf hjá lögreglunni 1. febrúar 1976 sem almennur lögreglumaður. Frá árinu 1986 hefur Karl starfað sem yfirmaður, fyrst sem aðstoðaryfirlögregluþjónn í 16 ár og síðustu átta árin sem yfirlögregluþjónnn.

Karl var í gullaldarliði Keflavíkur í knattspyrnu sem varð Íslandsmeistari fjórum sinnum á árunum 1964 til 1975 og einu sinni bikarmeistari. Hann hefur sinnt hestamennsku í frístundum undanfarin ár og ætti að geta haft meiri tíma til þess núna þegar hann er búinn að skila lögguhúfunni.

VF-myndir Sölvi Logason: Frá kveðjuathöfninni við lögreglustöðina sl. miðvikudag.

Fleiri skemmtilegar myndir frá kveðjuathöfninni í myndasafni VF eftir Sölva. Smellið hér.