Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kári nýr organisti Grindavíkurkirkju
Fimmtudagur 27. ágúst 2009 kl. 13:14

Kári nýr organisti Grindavíkurkirkju


Kári Allansson hefur verið ráðinn nýr organisti við Grindavíkurkirkju í stað Tómasar Guðna Eggertssonar sem hefur ráðið sig við Seljakirkju. Kári er 27 ára og hefur verið organisti við Óháða söfnuðinn undanfarin tvö ár. Kári er 27 ára og er að ljúka námi við tónskóla Þjóðkirkjunnar og jafnframt að útskrifast á kirkjutónlistarbraut Listaháskólans.
,,Ég sótti um í Grindavík vegna þess að mér leist vel á stemmninguna hér, kórinn er flottur og hljóðfærið frábært. Svo er hér yndislegt fólk," segir Kári sem verður í fullu starfi sem organisti líkt og fyrirrennari hans.


Hann segist vilja efla kórinn við kirkjuna enn frekar og gera stúlknakórinn stærri og öflugri en áður og efla starfið almennt.
,,Þetta vil ég gera í samstarfi við alla Grindvíkinga, að þeir verði stoltir af kórnum sínum. Einnig hef ég áhuga á því að efla tónleikahald og auka almennt trafík í kirkjuna. Ég hvet sem flesta til að taka þátt í kirkjustarfinu og að syngja með í messu," segir Kári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Kári er þegar búinn að hitta kirkjukórinn og segist spenntur að vinna með honum. Hann á ekki von á því að flytja til Grindavíkur alveg á næstunni því aðstæður séu þannig þessa dagana en það sé stefnan í framtíðinni að flytjast í bæinn. Kári og eiginkona hans eignuðust barn fyrir skömmu og því er óhætt að segja að miklar breytingar séu þessa dagana á högum fjölskyldunnar. Kári segist bjartsýnn og takast á við verkefnið sem organisti kirkjunnar með opnum huga og er fullur tilhlökkunar.

---

Á myndinni er Kári með Guðmundu Kristjánsdóttur, formanni sóknarnefndar, og sr. Elínborgu Gísladóttur sóknarpresti.

Frétt af www.grindavik.is