Karen Lind Ungfrú Suðurnes 2007
Keflavíkurmærin Karen Lind Tómasdóttir var kjörin Ungfrú Suðurnes við hátíðlega athöfn í Stapa í Reykjanesbæ nú rétt í þessu. Kjartan Már Kjartansson var kynnir kvöldsins og ætlaði þakið hreinlega að rifna af Stapanum þegar úrslitin urðu kunn.
Karen Lind var kjörin netstúlka Suðurnesja á vef Fegurðarsamkeppi Íslands í netkosningu en sú kosning hafði ekki bein áhrif í kvöld þó Karen hefði hreppt hnossið. Í öðru sæti í kvöld var Irmý Ósk Róbertsdóttir en Kristín Þórdís Þorgilsdóttir var í þriðja sæti.
Irmý Ósk var einnig kjörin ljósmyndafyrirsæta Suðurnesja og Bláa Lóns stúlkan en Kristín Þórdís var kjörin Speedo stúlka kvöldsins. Tinna Rut Jónsdóttir var valin vinsælasta stúlkan í keppninni af þátttakendum sjálfum.
VF-Mynd/ Ellert Grétarsson – [email protected]