Kappsamir púttarar á Mánagötu
Verkalýðsmót Púttfélags Suðurnesja fór fram í blíðviðri
Alls mættu um 80 púttarar á besta aldri á stærsta og vinsælasta púttmót Suðurnesjana í blíðunni í gær. Um er að ræða sérstakt verkalýðsmót sem Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis hefur staðið fyrir undanfarin 17 ár. Púttarar höfðu á orði að almættið hefði verið með þeim í liði þar sem það rættist úr veðrinu skömmu áður en mótið hófst. Það átti því vel við að séra Sigfús Ingvason var sérstakur gestur hjá pútturunum þegar þeir gæddu sér á glæsilegum veitingum og heitu súkkulaði á Nesvöllum að loknu móti. Púttfélag Suðurnesja bauð gestum frá Seltjarnarnesi að taka þátt í mótinu á einum glæsilegasta púttvelli landsins.
Hér að neðan má sjá úrslit úr mótinu ásamt myndum af Mánagötu.
Kvenna
1. sæti: Kolbrún Hjartardóttir 69 högg
2. sæti: Agnes Sæmundsdóttir 70 högg
3. sæti: Unnur Óskarsdóttir 71 högg
Bingó verðlaun: Agnes Sæmundsdóttir 6 stk.
Karla
1. sæti: Aðalbergur Þórarinsson 65 högg
2. sæti: Björgvin Þorvaldsson 66 högg
3. sæti: Hafsteinn Guðnason 67 högg
Bingó verðlaun: Aðalbergur Þórarinsson 9 stk.
Vinningshafar á mótinu.
Hér er verið að fara yfir skorið.
Aldursforsetinn hinn 92 ára gamli Gústaf Símonarson. Þess má geta að hann er fæddur í Leirunni árið 1922.