Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kappát í FS
Mánudagur 11. apríl 2011 kl. 13:15

Kappát í FS

Undankeppni Starfshlaups Fjölbrautaskóla Suðurnesja hófst á sal í dag þar sem fyrirliðar liðanna kepptu í ýmsum þrautum. Löng hefð er komin á þennan skemmtilega viðburð þar sem nemendur skiptast í lið og etja kappi í hinum ýmsu verkefnum og þrautum.

Í dag var rop-keppni, sms-keppni og kappát svo eitthvað sé nefnt en liðin safna stigum í þessum undankeppnum sem þau taka svo með sér í aðalkeppnina sem haldin verður á föstudaginn. Það getur borgað sig að skora vel í þessum undankeppnum því oft hefur aðeins munað fáeinum stigum á fyrsta og öðru sæti.

Á fimmtudaginn verður svo seinasta undankeppnin en þá verður keppt í bekkpressu. Skólametið á Skúli Steinn Vilbergsson en hann lyfti 145 kg fyrir fjórum árum á sal skólans.

Myndir: Siggi Jóns



Kleinuhringur og kók er ekki besta samsetningin í kappáti eins sjá má á myndinni.



Gunnar Jónsson og Kristjana Hildur Gunnarsdóttir, íþróttakennarar, sjá um starfshlaupið eins og venja er.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024