Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 10. júlí 2002 kl. 12:27

Kántrífestival að hætti amerískra í Stapa

Keflvíkingurinn og „antík-popparinn“ Jóhann G. Jóhannsson og félagi hans Yngvi Örn munu gera allt vitlaust ásamt amerískri kántríhljómsveit, Gis and the Big City, á kántrí-vesturhátíð í Reykjanesbæ sem haldin verður í Stapanum 10. ágúst eða helgina eftir verslunarmannahelgi. Munu þeir félagar spila ekta amerískt kántrí á heimsmælikvarða. Einnig verður amerískt hlaðborð með mat að hætti kúreka vestursins og svo verður farið í línudans sem verður undir góðri leiðsögn Láru Ingvadóttur.
Gis and the Big City er nokkuð þekt hljómsveit sem er stífbókuð í USA og þurftu til að mynda að afbóka tónleika þar í landi til að geta séð sér fært að mæta á klakann. Það sem er kannski hvað sérstakast við þessa hljómsveit er það að aðalnúmer hennar er Íslendingurinn Gísli Már Jónsson. Hann semur lögin og textana og spilar á gítar en þess má geta að hann er sprenglærður á klassískan gítar og í djassi. Fyrir utan ofangreinda listamenn má búast við ýmsum íslenskum leynimerkjum, jafnvel frá Keflavík.
Þess má geta hafin er leit af rodeo hesti eða ótemju til að setja upp í Stapanum meðan á hátíðinni stendur en þar fá kúrekar á Reykjanesi að spreyta sig í að halda sér eins lengi á baki og mögulegt er.Allir hestamenn eru hvattir að mæta á festivalið og svo gæti farið að gert yrði grindverk þar sem hestamenn geta „lagt“ hestum sínum meðan farið er á ball.
Nánari upplýsingar eru hjá Halla í Stapa í síma: 895-1103.

Miklar endurbætur eiga sér stað þessa dagana í Stapanum, lagfæring á setustofu o.fl. og eru ýmsar breytingar í gangi. Stapinn verður lokaður í júlí vegna þessa en mun hins vegar mæta ferskur til leiks í ágúst. Verið er að taka inn nýtt ljósa- og hljóðkerfið og að sögn „Stapamanna„ verður það á heimsmælikvarða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024