Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kaninn hóf útsendingar  morgun
Þriðjudagur 1. september 2009 kl. 10:03

Kaninn hóf útsendingar morgun


Útvarpsstöðin Kaninn á FM 91,9 fór í loftið í morgun kl. 9:00. Sigurður Jónsson, eða Siggi TV, fekk það heiðurshlutverk að opna fyrir útsendinguna en Siggi vann við ljósvakamiðla Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli í 45 ár. Auk Sigga var Bob Murray heiðursgestur stöðvarinnar í morgun en hann starfaði við Kanaútvarpið í áratugi og var vinsæll útvarpsmaður.

Kaninn er með bækistöðvar í húsakynnum Offiseraklúbbins á gamla varnarsvæðinu sem nú heitr Ásbrú. Sex starfsmenn verða í föstu starfi á stöðinni en alls koma 12 manns að dagskrá hennar og rekstri.

Nokkrir þekktir útvarpsmenn hafa gengið til liðs við Kanann, þeirra á meðal Gulli Helga sem stjórnar morgunþætti milli kl. 9 -12.  Þá mun Tvíhöfða teymið skipað þeim Sigurjóni Kjartanssyni og Jóni Gnarr setjast við hljóðnema stöðvarinnar þann 5. september.

-----

VFmynd/elg. Siggi TV ræsti útsendingu stöðvarinnar í morgun. Við hlið hans er útvarpsmaðurinn Gulli Helga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024