Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kaninn farinn frá Keflavík
Laugardagur 3. júlí 2010 kl. 14:27

Kaninn farinn frá Keflavík

Útvarpsstöðin Kaninn FM 100,5 hefur flutt höfðustöðvar sínar frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur. Stöðin hóf útsendingar frá gömlu varnarstöðinni fyrir tæpu ári en flutti fljótlega starfsemi sína í pósthúsið í Keflavík þaðan sem útvarpsstöðin sendi út dagskrá sína þar til nú um mánaðamótin. Nú hefur Kaninn pakkað saman í Keflavík og sett upp nýjar höfuðstöðvar í Skeifunni í Reykjavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Það var auðvitað mjög erfið ákvörðun að fara með Kanann til Reykjavíkur. Ástæðan er í raun sambland af því að markaðurinn sem við erum að selja á er í Reykjavíkm, eða nánast 97%. Þeir sem stýra markaðsmálum hafa haft efasemdir um staðsetninguna í Keflavík. Þá eru að koma inn í reksturinn aðilar sem vildu um að stöðin færi í bæinn,“ sagði Einar Bárðarson, útvarpsstjóri Kanans í samtali við Víkurfréttir.


En hvernig er lífið á Kananum?

„Þetta er búið að vera frábær tími síðan við fórum í loftið en þetta er fjárhagslega þungt eins og annar rekstur í dag náttúrulega. Það eru hinsvegar gríðarlega sóknarfæri í þessu og viljum halda áfram að betjast og halda Kananum í loftinu.


Svo er það auðvitað þannig að Kaninn er bara í útvarpinu hjá manni, sama hvort útvarpið er á Akureyri, Selfossi, Reykjavík eða Keflavík,“ sagði Einar.

Myndir: Af Facebook-síðu Einars Bárðarsonar