Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Kammersveitin Ísafold með tónleika í Frumleikhúsinu
Laugardagur 13. ágúst 2005 kl. 16:23

Kammersveitin Ísafold með tónleika í Frumleikhúsinu

Kammersveitin Ísafold mun leggja leið sína til Reykjanesbæjar þann 17. ágúst og spila í Frumleikhúsinu klukkan 20:00. Sveitin er skipuð ungu tónlistarfólki sem sérhæfir sig í flutningi tónlistar 20. og 21. aldar. Sveitin hefur hlotið mikið lof áheyrenda og gagnrýnenda fyrir flutning sinn og var ásamt stjórnanda sínum, Daníel Bjarnasyni, tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna 2005 sem bjartasta vonin í flokki sígildrar og samtímatónlistar.  

Kammersveitin Ísafold var stofnuð 2003 og er þetta þriðja sumarið sem hljómsveitin heldur í tónleikaferð um landið. Ísafold er skipuð 18 hljóðfæraleikurum og hefur hljómsveitin að þessu sinni fengið til liðs við sig unga söngkonu, Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, mezzósópran, en hún hefur vakið mikla athygli fyrir fallega rödd sína og fágaða túlkun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024