Kaldur pottur kominn í Grindavík
Sagður allra meina bót.
Nú geta sundlaugargestir í Grindavík skellt sér í kalt bað á milli þess sem þeir fara í heita pottinn og synda. Búið er að setja upp kar með köldu vatni en íþróttafólk hefur sérstaklega kallað eftir þessu. Það er því um að gera að skella sér í sund og í heitt og kalt til skiptis sem þykir víst allra meina bót.