Kaldalóns í Hljómahöll í kvöld
Fjallað verður um tónlist og ævi Sigvalda Kaldalóns í Hljómahöll í kvöld en tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum þar sem fjallað er um ríkan tónlistararf Suðurnesjamanna.
Sigvaldi Kaldalóns færði okkur hið þekkta lag Suðurnesjamenn en hann starfaði sem héraðslæknir Keflavíkur og bjó um 16 ára skeið í Grindavík. Eftir hann liggur fjöldi tónsmíða sem flestir þekkja og má þar nefna Hamraborgin, Á sprengisandi og Ísland ögrum skorið.
Flytjendur eru Elmar Þór Hauksson og Arnór Vilbergsson en kynnir og handritshöfundur er Dagný Gísladóttir.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 en húsið opnar 19:30. Miðasala er á hljomaholl.is og við inngang.
Hér má sjá Elmar Þór taka lagið við Hamraborg Kaldalóns sem Grindvíkingar reistu honum svo rausnarlega.