Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kakó og sykurpúðar á þrettándanum í Vogum
Föstudagur 5. janúar 2024 kl. 11:07

Kakó og sykurpúðar á þrettándanum í Vogum

Þrettándagleði verður í Sveitarfélaginu Vogum á laugardaginn, 6. janúar. Klukkan 1600-17:00 verður kvenfélagið Fjóla með dansleik fyrir börnin í félagsmiðstöðinni (Hafnargötu 17). Miðaverð er kr. 500.-

Klukkan 17:00 ætla íbúar svo að kveðja jólin með sykurpúðum og heitu kakói. Skógfell skógræktarfélag grillar sykurpúða í Aragerði á meðan Lions ætlar að bjóða upp á heitt kakó í Lionshúsinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grýla og Leppalúði hafa boðað komu sýna í Aragerði. Börnin þurfa sammt ekki að hafa áhyggjur, því þau segjast bæði vera orðnir grænkerar.