Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kaffitískan fer í hringi eins og allt annað
Fimmtudagur 18. ágúst 2011 kl. 15:23

Kaffitískan fer í hringi eins og allt annað

„Við viljum endilega biðla til Suðurnesjamanna að athuga á háaloftum og geymslum hvort að þar leynist nokkuð gamlir munir tengdir kaffimenningu Íslendinga,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir eigandi Kaffitárs en nú á Ljósanótt ætla þau hjá Kaffitári að standa fyrir sýningu kaffigerðar á Íslandi og leita eftir áhugaverðum munum tengdum sögu kaffis á Íslandi.

„Við höfum verið með sýningar þar sem við kynnum vinnsluna hjá okkur en núna ætlum við að bæta við það og kynna m.a. nýjar endurnýtanlegar umbúðir sem fólk getur notað þegar það tekur kaffi með sér af kaffihúsum okkar auk þess sem við ætlum eins og áður sagði að fara yfir sögu kaffigerðar,“ segir Aðalheiður og bætir því við að nú sé komin upp tíska í kaffinu sem er 40-50 ára gömul og vinsælt sé að hella uppá á gamla mátann.

„Kaffitískan fer í hringi eins og allt annað,“ segir hún um leið og hún sýnir blaðamanni litlar glerkönnur með taupokum eins og notaðar voru um miðja síðustu öld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024