Kaffitár: Myndlist til styrktar Lundi
„Fjör í flæði" er heiti myndlistarsýningar Helgu Birgisdóttur (Geggu) í salarkynnum Kaffitárs á Ljósanótt.
Tíu prósent af söluhagnaði myndanna mun renna til Lundar, forvarnarverkefnis á Suðurnesjum. Sýningin opnar í kvöld, fimmtudag, kl. 17.
Kaffitár verður með opið hús alla Ljósanæturhelgina með ýmsum uppákomum tengdum listinni að búa til gott kaffi og auðvitað drekka það. Sjá nánar í dagskrárblaði sem dreift er í dag.