Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kaffihúsatónleikar á Knús Caffé
Þriðjudagur 29. október 2013 kl. 11:25

Kaffihúsatónleikar á Knús Caffé

Guðmundur R Lúðvíksson tónlistarmaður verður með „Kaffi tónleika“ á nýja kaffihúsinu Knús Caffé , sem er við hliðina á Flugger litum nk. laugardag, 2. nóvember. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Frítt er á tónleikana en þar mun Guðmundur flytja 10 til 12  frumsamin lög sem fjalla um engla, trúnna og ást.

Þetta eru þriðju tónleikarnir sem Guðmundur heldur á þessu ári. Þes má einnig geta að í vinnslu er geisladiskur með gömlum góðum barnalögum ásamt 8 upplesnum barnaörsögum, sem væntanlega verður tilbúinn til útgáfu fyrir jól eða fljótlega eftir áramót.

Allir eru velkomnir á tónleikana á laugardag og um leið styðja við ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í rekstri hér í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024