Kaffihúsastemning í Njarðvíkurskóla
Á Þjóðhátíðardaginn verður sannkölluð kaffihúsastemning í Njarðvíkurskóla, en þá verður boðið upp á veglegt kaffihlaðborð á vegum körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Boðið verður upp á glæsilegar kræsingar frá kl 14:00-17:00 þar sem ýmislegt verður í boði fyrir sælkera og svanga.
Verð er 1500 kr fyrir fullorðna, 500 kr fyrir 6-12 ára en frítt fyrir 6 ára og yngri.