Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kaffihúsakvöld í Eldey í kvöld
Fimmtudagur 1. nóvember 2012 kl. 16:00

Kaffihúsakvöld í Eldey í kvöld

Fimmtudagskvöldið 1. nóvember ætla frumkvöðlar og hönnuðir í Eldey á Ásbrú að bjóða til Kaffihúsakvölds frá kl 20-22.

Kl 20.15 mun Ásdís Ragna Einarsdóttir segja frá því sem grasalæknir fæst við. Ásdís er með BSc í grasalækningum frá University of East London og hefur haldið fyrirlestra og námskeið um allt land auk þess sem hún rekur viðtalsstofu.

Markmið hennar er að aðstoða fólk í að efla heilsu sína með breyttu mataræði, heilbrigðum lífsstíl og notkun lækningajurta og vinna sameiginlega í átt að góðri heilsu til frambúðar.

Frumkvöðlar og hönnuðir sýna verk sín og eru vinnustofur opnar að fyrirlestri loknum.

Kaffi og heimabakað á staðnum gegn frjálsu framlagi. Athugið að það er aðeins tekið við peningum, enginn posi á staðnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024