Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kaffihlaðborð í Keflavík á 17. júní
Mánudagur 16. júní 2014 kl. 09:22

Kaffihlaðborð í Keflavík á 17. júní

Hið árlega kaffihlaðborð körfuknattleiksdeildar Keflavíkur verður á sínum stað í Myllubakkaskóla þriðjudaginn 17. júní nk. Þar geta gestir gætt sér að gómsætum veitingum, s.s. heitum réttum, flatkökum, tertum o.fl., ásamt því að rjúkandi heitt kaffi og gos verður á boðstólnum. Húsið opnar kl. 13:00 og er opið fram eftir degi.

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hvetur sem flesta Suðurnesjamenn að kíkja við og njóta góðra veitinga og góðs félagsskapar á þjóðhátíðardegi Íslendinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024