Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 11. mars 2003 kl. 10:47

Kaffibarþjónn frá Kaffitári Íslandsmeistari

Ása Jelena Pettersen frá Kaffitári fór með sigur af hólmi í Íslandsmóti kaffibarþjóna. Frjálsi drykkurinn hennar Ásu heitir Munaður og er mjög spennandi kaldur expressódrykkur með þykkri heimalagaðri saffran eggjasósu ofan á. Kaffitár raðaði sér í öll þrjú efstu sætin á Íslandsmótinu.

Úrslit í kepninni urðu eftirfarandi:1. Ása Jelena Petterson, Íslandsmeistari 2003, Kaffitári í Bankastræti
2. Hjörtur Matthías Skúlason, Kaffitári í Kringlunni
3. Sigga Dóra Halldórsdóttir, Kaffitári í Kringlunni
4. Njáll Björgvinsson, Íslandsmeistari í Mjólkurlist, Te og Kaffi
5. Halldór Guðmundsson, Te og Kaffi
6. Þórdís Gunnarsdóttir, Te og Kaffi

Þessir sex bestu kaffibarþjónar landsins mynda einnig landslið sem fer til Boston og styður við bakið á Ásu Jelenu sem keppir fyrir Íslands hönd og hjálpar til á mótinu.

Alls voru 18 kaffibarþjónar frá 11 kaffi- og veitingarhúsum sem kepptu um sex efstu sætin. Undankeppnin var í tvo daga og úrslitin voru síðan á laugardaginn. Miklar framfarir hafa verið hjá kaffibarþjónum Íslands sem og kaffibarþjónum erlendis. Er það talið vera mikið til kaffibarþjónakeppnum sem þessum að þakka. Metnaður kaffibarþjóna liggur í því að velja gott hráefni til að vinna með, velja góðar vélar og hugsa vel um þær. Vanda til við að búa til expressóblöndur, og að kynna sér all þá tækni sem þarf til að búa til góðan expressó og að freyða mjólk. Einnig þarf kaffibarþjónnin að bera af sér góðan þokka og vera snyrtilegur.

Það var Kaffibarþjónafélag Íslands sem undirbjó og framkvæmdi keppnina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024