Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Kærleikur á bókasafninu í Reykjanesbæ
Mánudagur 10. nóvember 2008 kl. 12:48

Kærleikur á bókasafninu í Reykjanesbæ




„Ástin á Norðrinu” er yfirskrift norrænu bókasafnavikunnar sem hefst í dag, 10. nóvember. Klukkan 18:00 verða rafmagnsljósin slökk á bókasafninu, lesið við kertaljós og sungið. Þetta er í 12. sinn sem norræna bókasafnavikan er haldin hátíðleg um öll Norðurlönd samtímis.

Ástin nær yfir margt. Það getur verið ættjarðarást, ást milli tveggja persóna, föðurást, móðurást og kærleikurinn í allri sinni dýrð, til manna og málleysingja. Á Bókasafni Reykjanesbæjar verður vakin athygli á kærleikanum í ýmsum myndum þó andi þeirrar rauðu sé mest áberandi. Safnið hefur verið skreytt með rauðum hjörtum, sem mörg hver innihalda fallegan kærleikstexta, og á upphafsdagskránni verða lesin ástarljóð, auk texta ársins eftir Eevu Kilpi, og sungin ástar- og ættjarðarljóð yndir dyggri stjórn sönghópsins Uppsiglingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Allir eru velkomnir.