Kærleikskaffi á föstudaginn

Kæru Suðurnesjabúar. Við sjálfboðaliðar Fjölskylduhjálpar Íslands Suðurnesjum ætlum að hafa Kærleikskaffi til skyrktar þeim sem minna hafa á milli handanna á Center Keflavík, Hafnargötu 29, nk. föstudag, 16. desember frá klukkan 15.
Biðjum við alla sem geta að koma og sýna kærleik til þeirra. Stöldrum við og íhugum út á hvað jólaboðskapurinn gengur. Lifandi tónlist, kaffi og vöfflur.  Allir velkomnir og höfum góðaskapið með. Verð pr. mann 500,-





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				