Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Justin mætir með Vængjavagninn til Reykjanesbæjar
Justin ásamt Njarðvíkingnum Elvari Má Friðrikssyni og Keflvíkingnum Herði Axel Vilhjálmssyni.
Fimmtudagur 9. júlí 2020 kl. 10:56

Justin mætir með Vængjavagninn til Reykjanesbæjar

Íþróttamenn á Suðurnesjunum muna eflaust vel eftir hinum frábæra körfuknattleiksmanni Justin Shouse sem lék um árabil með liðum Snæfells og Stjörnunnar hér á landi. Liðin hans áttu ófáar eftirminnilegar rimmur við Njarðvík og Keflavík í körfunni og óhætt að segja að Justin hafi oft reynst okkar liðum óþægur ljár í þúfu.

Þessi annars dagfarsprúði drengur settist svo að á Íslandi eftir að hafa kolfallið fyrir landi og þjóð og hefur ásamt félaga sínum hafið rekstur á Vængjavagninum (The wing wagon) sem eins og nafnið gefur til kynna er matarvagn sem bíður uppá fjölbreytta flóru af gómsætum kjúklingavængjum. Vagninn hefur slegið í gegn og bjóða þeir uppá mikið úrval af sósum með vængjunum svo allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á morgun, föstudaginn 10. júlí, ætla þeir félagar að vera með Vængjavagninn í Reykjanesbæ á planinu við Nettó í Njarðvík frá 11:30 til 20:00.