Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 14. maí 2003 kl. 14:35

Júdas vaknar til lífsins

Ein vinsælasta hljómsveit allra tíma á Íslandi, Suðurnesjasveitin Júdas með bræðrunum Magnúsi og Finnboga Kjartans, Hrólfi og Vigni innanborðs, kemur saman á Kringlukránni næstkomandi laugardagskvöld, í fyrsta skipti í meira en tuttugu og fimm ár. Þeir félagar hafa verið í æfingabúðum í þrjár vikur og leiddi það til þess að þeir ætla að endurvekja gömlu sveitina. Hljómsveitin Cadillac leikur á undan, með og á eftir.Gamlir vinir og aðdáendur Júdasar eru sérstaklega velkomnir en þeir kappar ætla að rifja upp gömlu soul og fönk stemmninguna og má búast við dúndrandi stemningu á Kringlukránni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024