Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Júdas, Gunni Þórðar, Valdimar og fleiri á stórtónleikum Myllubakka
Fimmtudagur 15. mars 2012 kl. 10:14

Júdas, Gunni Þórðar, Valdimar og fleiri á stórtónleikum Myllubakka

Gamli skólinn minn er heiti á stórtónleikum til heiðurs Myllubakkaskóla sem haldnir verða í Andrews Theatre á Ásbrú 1. apríl nk. Stór nöfn í tónlistarheiminum munu stíga á stokk í tvígang þennan dag og syngja skólanum til heiðurs í tilefni 60 ára afmælis skólans á þessu ári.
Þessir tónlistarmenn eru: Valdimar Guðmundsson, Magnús Kjartansson og Júdas, Gunnar Þórðarson, Jóhann Helgason, Heiða Eiríks (Unun), Lísa Einars (Idol), Deep Jimi, Marína Ósk, Kolrassa krókríðandi, Bylgja Dís og Davíð Ólafsson. Tónlistarstjóri er Baldur Guðmundsson. Miðaverð verður aðeins 1000 kr. og miðasalan er hafin.

Gunnheiður Kjartansdóttir, sem er ein skipuleggjenda tónleikanna segir að allir aðilar hafi tekið mjög vel í erindið og gefa allir sína vinnu. Afrakstur af tónleikunum mun renna í Minningasjóð Vilhjálms Ketilssonar, skólastjóra. „Þetta verða frábærir tónleikar. Það er gaman að sjá hvað það eru margir góðir og þekktir tónlistarmenn sem hafa stundað nám í skólanum og ná þeim saman á einum degi í tilefni stórafmælis hans,“ sagði Gunnheiður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024