Jórunn Björk Magnúsdóttir höfundur Sandgerðisdagalagsins 2010
Jórunni Björk Magnúsdóttur sigraði í lagakeppni Sandgerðisdaga 2010 með lagið Heima er þar sem hjartað er. Flytjendur lagsins eru Jórunn Björk Magnúsdóttir, Sigurbjörg Hjálmarsdóttir og Martha Kristín Pálmadóttir.
Jórunn Björk er fædd og uppalin í Sandgerði en býr nú í Reykjavík. Hún er margmiðlunarfræðingur að mennt en hún stundaði nám í Tónlistarskóla Sandgerðis í mörg ár þar sem hún lærði á blokkflautu og trompet og var einnig í kór.
Textinn í laginu lýsir hug hennar til Sandgerðis og fjölskyldunnar enda er Jórunn Björk borinn og barnfæddur Sandgerðingur.
Þrjú lög voru valin til úrslita í samkeppninni sem efnt er til í tilefni Sandgerðisdaga.
Höfundar hinna tveggja eru:
Vertu mér kær
Höfundur lags og texta: Sigurjón G. Ingibjörnsson
Flytjandi: Sigurjón G. Ingibjörnsson
Landsins besti bær
Höfundur lags og texta: Elvar Grétarsson
Flytjendur: Hljómsveitin Axlabandið
Á vef 245.is er hægt að hlusta á sigurlagið, smellið hér.
Mynd: Selma/245.is