Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 30. júlí 2002 kl. 13:18

Jónsson/Gröndal Quintet með jazztónleika í kvöld

Jazztónleikar hljómsveitarinnar Jónsson/Gröndal Quintet verða í Frumleikhúsinu í kvöld. Hljómsveitin "Jónsson/Gröndal Quintet" er samnorrænt verkefni sem saxófónleikararnir Haukur Gröndal og Ólafur Jónsson eru hvatamenn að. Tónleikarnir hefjast kl. 21:30 og er aðgangseyrir 1.000 kr.

Hljómsvetin er að ljúka stuttri tónleikaferð um landið. Markmið verkefnisins er að koma á framfæri frumsaminni tónlist forsprakkanna og hljóðrita síðan að hljómleikaferð lokinni. Um er að ræða nútímadjasstónlist með áhrifum úr ýmsum áttum. Með þeim leika Kjartan Valdemarsson á píanó djassunnendum að góðu kunnur. Kjartan hefur leikið með öllum helstu djassleikurum landsins og ýmsum erlendum gestaleikurm m.a. Tomas Franck. Á kontrabassa leikur Morten Lundsby frá Danmörku. Hann kláraði nýverið nám við "Rytmisk Musikkonservatorium" í Kaupmannahöfn þar sem hann sótti einkatíma hjá m.a. Niels-Henning Örsted Pedersen og Anders Jormin. Hann hefur leikið með öllum helstu djassleikurum á Kaupmannahafnarsvæðinu m.a. Thomas Clausen, Bjarne Roupé og Jonas Johansen. Á trommur leikur Erik Qvick frá Svíþjóð. Hann hefur verið búsettur í Reykjavík um skeið og kennt við Tónlistarskóla FÍH og leikið með ýmsu hljómsveitum. Ýmsir styrktaraðilar hafa aðstoðað við að hleypa verkefninu af stokkunum, Danish Jazz Federation, Félag íslenskra hljómlistarmanna o.fl."

Tónleikarnir hefjast kl. 21:30 og er aðgangseyrir 1.000 kr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024