Jónsmessugangan á laugardaginn - Myndband
Laugardagskvöldið 22. júní bjóða Bláa Lónið og Grindavíkurbær upp á árlega Jónsmessugöngu sem hefst við Sundlaug Grindavíkur kl. 20:30.
Gengið er á fjallið Þorbjörn og þeir Gunnar og Hebbi úr hljómsveitinni Skítamóral leika tónlist við varðeld á fjallinu. Tónlistin mun síðan halda áfram í Bláa lóninu til miðnættis.
Ekkert þátttökugjald er í gönguna og göngugarpar komast í Bláa Lónið fyrir 3.000 kr.
Sætaferðir verða með Kynnisferðum frá BSÍ kl. 19.30 og SBK frá Reykjanesbæ kl. 20.00. Einnig verður boðið upp á sætaferðir frá Bláa Lóninu til Grindavíkur, Reykjanesbæjar kl. 01.00 og Reykjavíkur kl. 00.30. Sætaferð frá Reykjanesbæ kostar kr. 1.500, og sætaferð frá BSÍ kr. 3.600,- Verðin miðast við ferðir báðar leiðir.