Jónsmessuganga í kvöld í boði Bláa lónsins - Eyfi Kristjáns skemmtir
Hin árlega Jónsmessuganga á fjallið Þorbjörn fer fram laugardagskvöldið 20. júní í boði Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar. Gangan hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hér er um að ræða skemmtilega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.
Lagt verður af stað gangandi frá sundlaug Grindavíkur kl. 20:30 og er áætlað að ferðin taki um þrjár klukkustundir. Hópstjóri verður með í för og Eyjólfur Kristjánsson mun skemmta með söng og spili við varðeld á fjallinu og einnig í Bláa lóninu þar sem gangan endar. Jafnframt verður dregið úr réttum lausnum í söguratleik Grindavíkur 2009.
Vinsamlegast athugið að gangan er 20. júní kl. 20:30 ekki 21. júní kl. 20 eins og misritaðist í viðburða- og menningardagskrá Saltfisksetursins og Grindavíkur ´09.
Kynnisferðir verða með sætaferðir til Grindavíkur frá BSÍ klukkan 19:30 og SBK frá Reykjanesbæ kl. 20:00. Sætaferðir frá Bláa lóninu verða til Grindavíkur kl. 00:30 og Reykjanesbæjar og Reykjavíkur kl. 01:00.
Mynd: Frá Jónsmessugöngunni í fyrra