Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Jónsmessuganga í Garðinum á fimmtudaginn
Mánudagur 20. júní 2011 kl. 12:09

Jónsmessuganga í Garðinum á fimmtudaginn

Fimmtudaginn 23. júní verður Jónsmessuganga í Garði. Gengið verður frá Stóra-Hólm og að Garðskagavita. Leiðsögn Oddný Ásgeirsdóttir. Mæting á veitingahúsið Tvo vita rétt fyrir klukkan 21:00 og farið verður þaðan með strætó. Verð í göngu er 500 krónur.

Reiknað er m með að gangan taki um tvær klst. og verður veitingahúsið Tveir vitar opið og með sérstök tilboð fyrir göngugarpa.



Myndin: Frá sögugöngu í Garði frá því í vor þar sem Ásgeir Hjálmarsson leiddi göngu um Garðinn. Nú er það Oddný dóttir hans sem fer fyrir Jónsmessugöngunni í Garði. Ljósmynd: Guðmundur Magnússon.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024