Jónsmessuganga Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar
Jónsmessuganga Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar verður í kvöld laugardaginn 24. júní. Gangan hefst kl.20.00 og lagt verður af stað frá Sundlaug Grindavíkur.
Gengið verður uppá fjallið Þorbjörn þar sem varðeldur verður tendraður. Áætlað er að ferðin taki um tvær og hálfa klukkustund. Gunnar og Hebbi úr hljómsveitinni Skítamóral munu leika tónlist við varðeld á fjallinu. Dagskráin endar í Bláa Lóninu þar sem þátttakendur geta notið Jónsmessunæturinnar í töfrandi umhverfi Bláa Lónsins.
Bláa Lónið er opið til 23.00 og geta gestir slakað á til 23.30. Enginn þátttökukostnaður er í gönguna og eru þátttakendur á eigin ábyrgð.
Þeim þátttakendum sem vilja njóta Bláa Lónsins að göngu lokinni býðst aðgangur á sérverði, eða 4.500 krónur.
Göngustjóri er Arnar Már Ólafsson