Jónsmessuganga á Þorbjörn í kvöld
Jónsmessuganga á fjallið Þorbjörn fer fram í kvöld, laugardagskvöldið 21. júní. Jónsmessugangan er hluti af sólstöðuhátíð Bláa Lónsins en undanfarin ár hefur gangan notið mikilla vinsælda. Lagt verður af stað frá sundlaug Grindavíkur kl. 21:00 og er áætlað að gangan taki rúmar tvær klukkustundir. Kristján Kristjánsson (KK) söngvari verður með í för og tekur lagið með hópnum þegar á toppinn er komið. Göngunni lýkur svo við Bláa lónið en heilsulindin verður opin til klukkan 01:00 í tilefni sólstöðuhátíðar og mun KK áfram halda uppi góðri stemningu fyrir gesti Bláa lónsins.
Sætaferðir verða til Grindavíkur frá BSÍ klukkan 20:15 og frá SBK kl. 20:30. Sætaferðir frá Bláa lóninu verða til Grindavíkur og Reykjavíkur kl. 01:00 og til Reykjanesbæjar kl. 01:00.
Sætaferðir verða til Grindavíkur frá BSÍ klukkan 20:15 og frá SBK kl. 20:30. Sætaferðir frá Bláa lóninu verða til Grindavíkur og Reykjavíkur kl. 01:00 og til Reykjanesbæjar kl. 01:00.