Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jónsi syngur í Jónsmessugöngu
Miðvikudagur 20. júní 2007 kl. 16:51

Jónsi syngur í Jónsmessugöngu

Bláa Lónið og Grindavíkurbær bjóða á laugardaginn upp á hina árlegu Jónsmessugöngu á fjallið Þorbjörn. Gangan hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hér er um að ræða skemmtilega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Lagt verður af stað frá sundlaug Grindavíkur kl. 20.30 og er áætlað að gangan taki um þrjár klukkustundir. Hópstjóri verður með í för.

Þegar á toppinn er komið munu Jónsi og Einar í hljómsveitinni í Svörtum fötum skemmta með söng og spili við varðeld. Göngunni lýkur við Bláa lónið sem verður opið til klukkan 01.00 eftir miðnætti í tilefni göngunnar. Þar verður boðið upp á lifandi tónlist og þátttakendum boðið upp á Blue Lagoon kokteil.

Enginn þátttökukostnaður er í gönguna en þátttakendur greiða aðgang í Bláa lónið.

Kynnisferðir verða með sætaferðir til Grindavíkur frá BSÍ klukkan 19.30 og SBK kl. 20.00 frá Reykjanesbæ. Sætaferðir frá Bláa Lóninu verða til Grindavíkur, Reykjanesbæjar og Reykjavíkur kl. 01:00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024