Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jónína syngur á Bryggjunni í Grindavík fimmtudagskvöld
Fimmtudagur 7. nóvember 2019 kl. 07:15

Jónína syngur á Bryggjunni í Grindavík fimmtudagskvöld

Söngkonan og lagasmiðurinn Jónína Aradóttir verður með tónleika á Bryggjunni í Grindavík fimmtudaginn 7. nóvember ásamt hljómsveit.

Tónleikarnir eru þeir síðustu á tónleikaferð hennar um landið og mun Jónína deila með gestum nokkrum vel völdum lögum úr eigin safni í bland við falleg íslensk dægurlög.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jónína hefur spilað og komið fram víða á Íslandi, sem og í Danmörku og Bandaríkjunum. Hún sundaði nám við Musicians Institute í Los Angeles þar sem hún lauk Associate in Art and Performance gráðu árið 2013. Jónína gaf þar út sína fyrstu EP plötu, Jónína Aradóttir. Og haustið 2017 gaf Jónína út sína fyrstu 10 laga plötu, Remember.