Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Jónas Bragi sýnir í Saltfisksetrinu
Föstudagur 29. apríl 2005 kl. 09:55

Jónas Bragi sýnir í Saltfisksetrinu

Jónas Bragi Jónasson opnar sýningu á verkum sínum í Saltfisksetrinu í Grindavík á morgun, laugardag kl. 14. Sýningin sem ber yfirskriftin „Ólgur“ stendur til 29. maí.
Jónas Bragi vinnur í gler og hefur haldið fjölda einkasýninga síðustu ár og hefur einnig hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín.

Þá hefur forseti Íslands gefið fjölda erlendra þjóðhöfðingja verk Jónasar að gjöf, má þar nefna drottningu Danmerkur, konungshjónin í Svíþjóð og forseta Kína og Rússlands, svo fáeinir séu nefndir.

Jónas hannaði líka útflutningsverðlaun forseta Íslands 2004 sem féllu í skaut Bláa Lónsins.

Saltfisksetrið er opið alla daga frá kl. 11 – 18.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024