Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jón Sæmundur opnar sýningu í Suðsuðvestur á morgun
Föstudagur 30. september 2005 kl. 21:11

Jón Sæmundur opnar sýningu í Suðsuðvestur á morgun

Laugardaginn 1. október opnar myndlistarmaðurinn Jón Sæmundur innsetninguna „Ferðalok“ í sýningarrýminu Suðsuðvestur, Hafnargötu 22 í Reykjanesbæ.

Jón Sæmundur er betur þekktur undir nafninu Nonni dead og eigandi Nonnabúðar í Reykjavík. Þetta er þriðja einkasýning listamannsins á árinu.

Jón Sæmundur hélt sýninguna „Hvítir Hrafnar“ í Gallerí Sævars Karls í júní síðastliðnum og í ágústmánuði sýndi hann silkiþrykksmálverk á Næsta bar við Ingólfsstræti.

Með Ferðalokum býður Jón Sæmundur áhorfendum að skyggnast inn í hans eigin draumfarir með nýrri innsetningu í Suðsuðvestur.

Suðsuðvestur er opið á fimmtudögum og föstudögum frá 16 – 18 og um helgar frá 14–17.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024