Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Jón Olsen tekinn í bólinu
Fimmtudagur 14. desember 2006 kl. 11:22

Jón Olsen tekinn í bólinu

Athafnamaðurinn Jón Olsen fagnar í dag 50 ára afmæli sínu en í tilefni dagsins ákváðu nokkrir vinir hans að gera honum grikk og tóku hann í bólinu í bókstaflegri merkingu þeirra orða.

Grétar Ólason, Axel Jónsson og Ásmundur Friðriksson sprengdu flugelda fyrir utan svefnherbergisglugga Jóns á sjöunda tímanum í morgun. Grétar rauk svo inn í húsið, klæddur jólasveinabúningi, og henti sér á Jón sem átti sér einskis ills von.

Eftir að Jón náði áttum hló hann dátt að uppátæki þeirra félaga og bauð gestunum í kaffi og með því. Má segja að þessi afmælisdagur hafi byrjað með látum.

Jón og Erla, eiginkona hans sem var með í ráðum í hrekknum, taka á móti gestum í Stapa í kvöld frá kl. 19.

VF-myndir/ Þorgils Jónsson, [email protected]


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024