Jón Olsen sigraði á billjardmóti eldri borgara
Jólamót eldri borgara í billiard fór fram á fimmtudaginn. Starfsmenn 88 hússins hafa umsjón með þessari starfsemi tvo morgna í viku. Það er jafnan mikið fjör og margt um manninn. Úrslit mótsins voru á þá leið að Sigurður Arason hreppti þriðja sætið, Sveinn Jakobsson var í öðru og Jón Olsen sigraði verðskuldað eftir mikla baráttu við Svein.
Af www.88.is
Af www.88.is