Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jón kemur inn á fyrir Helga á heimatónleikum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 6. september 2019 kl. 15:20

Jón kemur inn á fyrir Helga á heimatónleikum

Hafnfirski tónlistarmaðurinn Jón Jónsson kemur óvænt inn á heimatónleika á Ljósanótt og leysir Helga Björns af sem forfallaðist í gær. Forsvarsmenn tónleikana sendu VF þessa tilkynningu:

„Kæru Heimatónleikagestir. Okkur þykir miður að þurfa að tilkynna að Helgi Björns forfallast í kvöld þar sem hann lenti á sjúkrahúsi í gær. Um leið og við sendum Helga batakveðjur getum við sagt frá heppni okkar að hafa fengið söngvarann Jón Jónsson til þess að hlaupa í skarðið og teljum engan betri til þess en einmitt hann. Við vonum að þetta komi ekki illa við neinn og lofum góðri stemningu í öllum húsum Heimatónleikanna.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024