Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Jón Kalman Stefánsson bæjarlistamaður Mosfellsbæjar
Mánudagur 30. ágúst 2010 kl. 11:52

Jón Kalman Stefánsson bæjarlistamaður Mosfellsbæjar

Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar hefur lagt til að bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2010 verði Jón Kalman Stefánsson. Jón Kalmann bjó á unglingsárum sínum í Keflavík og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann kenndi einnig bókmenntir við sama skóla í hálft ár og hefur starfað sem lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli.


Jón Kalman er verðugur að titlinum bæjarlistamaður Mosfellsbæjar. Hann hefur haslað sér völl sem einn af bestu rithöfundum og ljóðskáld sem fram hafa komið hin síðari ár á Íslandi. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin árið 2005. Hann hefur þrisvar sinnum verið tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, fyrir Sumarið bak við brekkuna, Ýmislegt um risafurur og tímann og Sumarljós og svo kemur nóttin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Jón Kalman Stefánsson fæddist í Reykjavík 17. desember 1963. Hann bjó í borginni til 12 ára aldurs en flutti þá til Keflavíkur og bjó þar til ársins 1986; þá lá leiðin aftur til Reykjavíkur, með stúdentspróf úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja upp á vasann. Frá 1975 til 1982 var hann með annan fótinn vestur í Dölum, vann meðal annars í sláturhúsinu í Búðardal og frá 1979 til 1982 stundaði hann ýmis störf, vann við saltfisk og skreið, múrverk og var eitt sumar lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli. Jón Kalman nam bókmenntir við Háskóla Íslands frá haustmánuðum 1986 og með hléum til 1991 en lauk ekki prófi. Hann kenndi bókmenntir í eitt ár við Fjölbrautaskóla vesturlands á Akranesi, hálft ár við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, skrifaði jafnframt greinar fyrir Morgunblaðið, ritdæmdi þar bækur í nokkur ár. Jón bjó í Kaupmannahöfn 1992 til 1995, las, skúraði, taldi strætisvagna. Hann starfaði sem bókavörður við Héraðsbókasafnið í Mosfellsbæ fram til vorsins 2000. Síðan þá hefur hann starfað sem rithöfundur. Jón Kalman hefur verið búsettur í Mosfellsbæ á annan ártug.