Mannlíf

Jón Kalman Mosfellingur ársins 2017
Jón Kalman tekur við viðurkenningunni úr höndum Hilmars Gunnarssonar ritstjóra Mosfellings. Védís dóttir Jóns Kalmans heldur á verðlaunagrip sem Mosfellingur ársins fær að gjöf.
Þriðjudagur 16. janúar 2018 kl. 09:07

Jón Kalman Mosfellingur ársins 2017

Rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson hefur verið útnefndur Mosfellingur ársins 2017 af bæjarblaðinu Mosfellingi.
 
Hann gaf út skáldsöguna Saga Ástu fyrir jólin og fékk hún hvern fimm stjörnu dóminn á fætur öðrum.
 
Jón Kalmann er einn af fremstu rithöfundum þjóðarinnar og hefur margsinnis verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs auk þess að hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin. Á árinu var hann jafnframt orðaður við sjálf Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. 
 
Jón Kalman býr með eiginkonu sinni, börnum og hundi í Svöluhöfða og hefur fjölskyldan búið í Mosfellsbæ í rúm 20 ár. Jón Kalman bjó í Keflavík á unglingsárum sínum og stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
 
„Maður er bara glaður að fólki finnst ástæða til þess að velja mig,“ segir Jón Kalman um útnefningu Mosfellings. „Þá kannski hefur maður gert eitthvað gott.“ 
 
Fyrsta bók Jóns Kalmans kom út árið 1988 og á hann því 30 ára rithöfundaafmæli á árinu. Hann hefur gefið út 3 ljóðabækur og 12 skáldsögur. 


 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024