Jón Jónsson skemmti nemendum í Fjölbraut – FS áfram í MORFÍs
Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur staðið fyrir skemmtunum á sal í hádeginu fyrir nemendur og síðasta föstudag mætti Jón Jónsson með gítarinn ásamt Kristjáni Bjarnasyni, píanóleikara á sviðið skólans.
Jón tók nokkur vinsæl lög sem hafa hljómað á rásum útvarpsins og einnig nokkur nýleg sem munu koma í spilun. Nemendum skólans var mikið skemmt enda frábær tónlistarmaður þarna á ferð.
Nemendafélagið mun halda áfram að fá skemmtikrafta á svið til skemmta nemendum í hádeginu og ætla þeir að reyna að hafa eitthvað skemmtilegt hvern einasta föstudag á þessari önn.
Seinna um kvöldið keppti lið FS á móti liði FSN í MORFÍs ræðukeppni framhaldsskólanna og fór keppnin fram á Grundarfirði en lið FS sigraði með 352 stigum sem telst vera bust í svona keppni. Lið FS er þar með komið í 8 liða úrslit en FS datt úr keppni í 16 liða úrslitum á síðasta skólaári. Umræðuefni kvöldsins var þrælahald og mælti lið FS með en FSN á móti. Arnar Már Eyfells, stuðningsmaður FS var ræðumaður kvöldsins með 542 stig.
[email protected]
MORFÍs lið FS: Bergur Theódórsson, Bjarki Þór Valdimarsson, Ingibjörg Árný Kristmundsdóttir og Arnar Már Eyfells.