Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jón Bö kominn á bók
Þriðjudagur 24. nóvember 2009 kl. 11:55

Jón Bö kominn á bók

Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina SÁ Á SKJÖLD HVÍTAN - VIÐTALSBÓK VIÐ JÓN BÖÐVARSSON en hann er löngu orðinn eins konar þjóðsagnahetja í lifanda lífi.

Glæsilegar skýringar hans á persónum og atburðum Íslendingasagna hafa hitt þjóðina beint í hjartastað, enda er hann sagnamaður af bestu gerð. Og það kemur glöggt fram í þessari bók. Þar segir hann frá æsku sinni, fjölskyldu og starfsævi, en einnig ber hann saman Sturlungu við átök nútímans og vafalítið þykir ýmsum það fróðleg lesning. Þess utan segir Jón Böðvarsson ótal sögur af sjálfum sér og samferðarfólki sínu, sumar græskulausar en aðrar með broddi í.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Höfundur bókarinnar er Guðrún Guðlaugsdóttir, blaðamaður og rithöfundur.