Jón Adolf sýnir í Listatorgi
Laugardaginn 12. september kl. 13.00 opnar Jón Adolf Steinólfsson sýningu í Listatorgi Sandgerði. Með námskeiði í tréskurði, sem Jón Adólf Steinólfsson fékk í jólagjöf fyrir mörgum árum frá móður sinni, rættust draumarnir svo ekki varð aftur snúið.
Eftir nám á Íslandi og í Austuríki,hefur hann um árabil lagt stund á list sína í Englandi hjá einum fremsta trélistamanni þarlendis Ian Norbury. Nýlega byrjaði hann að vinna með marmara eftir að hafa sótt nám til Assano Italíu ??Jón Adólf vinnur með nær allar viðartegundir en íslenska birkið er án efa í mestu uppáhaldi.?Sérstæðar hugmyndir sækir hann gjarnan í norræna goðafræði en ekki síst í þjóðlífið sjálft, þar sem tækni,vandvirkni og einstakt formskyn njóta samræmis.
Mörgum finnst sterkustu sérkennin að finna í trjárótarverkunum. Djúp virðing fyrir nátturunni og manneskjunni sjálfri tvinnast þar saman í listrænu handbragði,enda hafa sum þeirra verka verið mörg ár í sköpun. Hann hefur bæði tekið þátt í samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar.