Jón Adólf opnar sýninguna Úr viðjum hafsins
Jón Adólf Steinólfsson, myndlistarmaður mun opna fjórðu einkasýningu sína í Saltfisksetri Íslands í Grindavík á laugardaginn kl. 14. Yfirskrift sýningarinnar er Úr viðjum hafsins, en hún mun standa til 24. september.
Listsýningasalur Saltfisksetur Íslands í Grindavík er opinn alla daga frá klukkan 11-18
Ferill Jóns Adólfs:
-Stundaði nám í tréskurði í Skurðlistaskóla Hannesar Flosasonar á árunum 1986-1995
-Námskeið í skurðlistaskóla Geisler Moroder í Austuríki árið 1995
-Myndlistarskóli Kópavogs 1996-1999
-Nám og störf hjá myndhöggvaranum Ian Norbury í Englandi 1995-2004
Sýningar Jóns Adólfs:
Stöðlakot 1999
Stöðlakot 2001
Saltfisksetur Íslands 2003
Saltfisksetur Íslands 2004
Auk fjölda samsýninga
Mynd: Hluti af verki Jóns Adolfs