Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólin kvödd í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 11. janúar 2024 kl. 06:05

Jólin kvödd í Reykjanesbæ

Þrettándagleðin í Reykjanesbæ hófst með blysför frá Myllubakkaskóla þar sem gengið var í fylgd álfakóngs, drottningar og hirðar þeirra að hátíðarsvæði við Hafnargötu 12. Sjá mátti tröll, púka og alls kyns kynjaverur verða á sveimi á svæðinu.

Þrettándabrenna var við Ægisgötu sem logaði glatt á meðan þrettándasöngvar voru sungnir. Dagskránni lauk svo með glæsilegri flugeldasýningu sem Björgunarsveitin Suðurnes annaðist en dagskrá þrettándans var í umsjón Karlakórs Keflavíkur, Kvennakórs Suðurnesja, Leikfélags Keflavíkur, Skátafélagsins Heiðabúa, Björgunarsveitarinnar Suðurnes og lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hilmar Bragi Bárðarson, ljósmyndari Víkurfrétta, smellti af nokkrum myndum sem má sjá í myndasafni neðst á síðunni.

Jólin kvödd í Reykjanesbæ