Jólin kvödd í Reykjanesbæ
Þrettándagleðin í Reykjanesbæ hófst með blysför frá Myllubakkaskóla þar sem gengið var í fylgd álfakóngs, drottningar og hirðar þeirra að hátíðarsvæði við Hafnargötu 12. Sjá mátti tröll, púka og alls kyns kynjaverur verða á sveimi á svæðinu.
Þrettándabrenna var við Ægisgötu sem logaði glatt á meðan þrettándasöngvar voru sungnir. Dagskránni lauk svo með glæsilegri flugeldasýningu sem Björgunarsveitin Suðurnes annaðist en dagskrá þrettándans var í umsjón Karlakórs Keflavíkur, Kvennakórs Suðurnesja, Leikfélags Keflavíkur, Skátafélagsins Heiðabúa, Björgunarsveitarinnar Suðurnes og lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Hilmar Bragi Bárðarson, ljósmyndari Víkurfrétta, smellti af nokkrum myndum sem má sjá í myndasafni neðst á síðunni.