Jólin kvödd í Reykjanesbæ
Fjölmenni var saman komið í miðbæ Reykjanesbæjar síðdegis í dag á þrettándagleði. Álfakóngur og drottning hans fóru fyrir misfríðum hópi þar sem saman komu púkar, Jólasveinar og þau Grýla og Leppalúði.
Á planinu við Ný-Ung á Hafnargötu var safnast saman og sungin hefðbundin lög við brennuna áður en björgunarsveitin Suðurnes stóð fyrir stórglæsilegri flugeldasýningu ofan af Bergi.
Jólasveinarnir kvöddu að sinni. Jólunum er lokið enn eitt árið og hversdagslíf tekur við.
Fleiri myndir og myndskeið væntanleg á morgun.
VF-mynd/Þorgils