Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Jólin í hollari kantinum
Laugardagur 7. desember 2013 kl. 11:00

Jólin í hollari kantinum

Sirrý Svöludóttir reynir að halda sig á hollu nótunum yfir hátíðirnar. Hún reynir af fremsta megni að njóta þess að borða en fer eftir línunni gæði umfram magn þegar kemur að mat. Sirrý er sölu- og markaðsstjóri hjá Yggdrasil, en þar er hollustan í fyrirrúmi. Við fengum Sirrý til þess að deila með okkur hollum uppskriftum sem njóta má yfir jólin. Auk þess spurðum við hana um matarvenjur hennar yfir hátíðirnar.

Hvað er í matinn hjá þér um jólin?
„Mamma mín og Ævar sjá um jólamatinn minn. Ég fæ eiginlega það besta úr báðum „heimum“, Ævar útbýr hamborgarhrygginn og mamma hnetusteikina eða kalkúnabringur og allir fá eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þeir vilja eitthvað létt eða þungt. Ævar gerir svo ljúffengan heimatilbúinn ís sem er uppskrift frá ömmu Sigrúnu, mömmu hans.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvernig hagar þú mataræðinu yfir hátíðarnar?
„Ég reyni bara að njóta vel og lengi með þakklæti efst í huga fyrir hvern munnbita sem ég fæ og fyrir hverja stund sem ég nýt með fjölskyldunni minni.“

Ertu að borða eitthvað óhollt yfir jólin?
„Já, eins og hjá flestum þá er ýmislegt í boði yfir hátíðarnar sem er venjulega ekki á boðstólum. Það besta sem ég fæ er grafinn lax og graflaxsósa ofan á hvítt ristað brauð. Svo eru Sörurnar hennar mömmu alveg ómissandi.“

Hvað gerir þú til þess að halda „sukkinu“ í lágmarki?
„Mér líður langbest þegar ég takmarka sykur, sem er ekkert mál í dag sem betur fer. Ég reyni líka að velja vel hvað fer ofan í minn maga. Gæði umfram magn er ágætis þumalputtaregla.“

Hefur þú ráð til fólks um hvernig sé best að halda sömu reglunni þrátt fyrir jólaboðin og allan matinn sem er á boðstólum yfir hátíðarnar?
„Ég held að það sé gott ráð að venja sig á að borða góðan morgunmat sem er ríkur af próteinum, fitu og góðum kolvetnum og tryggja líkamanum góða næringu og mettun áður en farið er í jólaboðin. T.d. eggjahræru með avókadó og tómötum. Svo má ekki gleyma að hreyfa sig, þá líður manni svo ótrúlega vel og maður nýtur dagsins helmingi betur en ella.“

 


Uppskriftir

Frönsk súkkulaðikaka sem klikkar aldrei
„Maður fær alltaf punkta í kladdann hjá gestunum fyrir þessa.“

Innihald:
4 vistvæn egg, t.d. grænegg
2 dl reyrsykur frá Himneskri Hollustu
200 g Rapunzel 70% súkkulaði
200 g hreint smjör
1 dl fínmalað spelt frá Himneskri Hollustu
1 dl möndluflögur
Aðferð:
Þeyta saman egg og sykur, bræða súkkulaði og smjör og kæla.
Blanda súkkulaðismjörblöndunni varlega saman við eggjablönduna. Blanda hægt og rólega fínmöluðu spelti út í ásamt möndluflögunum.
Baka við 170°C í 30-45 mín.

Krem:
50 g hreint smjör
2 msk Allos Agave síróp
100 g Rapunzel  70% súkkulaði
Hitað og blandað saman í potti, kælt og hellt yfir kökuna.
Skorin fersk jarðarber með og þeyttur rjómi gera kökuna enn ljúffengri.

Lágkolvetna bollakaka

Maður getur auðveldlega „hent“ í þessa á innan við mínútu!
1 stk.
1 vistvænt egg, t.d. grænegg
2-3 tsk af Dr. Goerg kókoshveiti
½ tsk vínsteinslyftiduft
1 tsk psyllium husk frá NOW
2 tsk Erythritol sætuefni frá NOW
2-3 dropar vanilluextract frá NOW
Dass af rjóma til að bleyta vel upp í.
„Öllu hráefninu hrært í bolla/pínulítið eldfast mót og bakað við 180°C í nokkrar mínútur þar til bollakakan er tilbúin. Best að borða volga með þeyttum rjóma. Gott að smyrja bollann/litla eldfasta mótið áður. Sumir hafa sett þessa í örbylgjuna, en mér finnst best að baka í ofni.“


Prótein- og trefjaríkur þeytingur fyrir 2-3

„Ég fæ mér oft þeyting eftir æfingar eða milli mála. Aðallega vegna þess að mér finnst þetta svo góð leið fyrir mig að nálgast gott prótein, fitu og aðra holla og góða næringu. Svo eru þeir bara svo ofboðslega góðir og þessi leið hentar mér einstaklega vel þar sem tíminn er oft af skornum skammti. Þeir sem vilja „vegan“ útgáfu geta notað PEA prótein frá NOW í stað mysupróteins.
     
Góður eftir æfingu
Seðjandi, prótein- og trefjaríkur
Án sykurs, en þó sætur á bragðið

1 skeið af hreinu mysupróteini eða PEA próteini. Próteinin frá NOW eru án allra uppfylliefna og aukefna og því mæli ég sérstaklega með þeim.
1 msk af Flaxseed meal frá NOW
1-2 bréf Slender sticks vítamínbættu bragðefni frá NOW 
1 tsk Fruits and greens grænfóður frá NOW
1 þroskað avókadó
1 bolli frosin jarðarber
Klakar
Möndlumjólk (magn eftir smekk)

Aðferð:
Allt hráefni sett í blandara ásamt möndlumjólkinni. Sumir blandarar þurfa smá hjálp og því er gott að setja eitt hráefni í einu. Þeir sem eiga Vitamix eða álíka blandara ættu ekki að eiga í vandræðum með að hakka hráefnið niður þar til úr verður ljúffengur þeytingur.

Fróðleikur:

Nokkur góð sætuefni sem má nota í stað hefðbundins hvíts sykurs í jólabaksturinn
Erythritol er hvítt duft og keimlíkt sykri í útliti.
·      Bragðast líkt og hvítur sykur – ekkert eftirbragð
·      Er 70% jafn sætt og hvítur sykur
·      0 kaloríur
·      Hefur engin áhrif á blóðsykur
·      Hefur engin áhrif á tennur
·      Hentugt í alla matargerð og sem strásykur
·      100% hreint – úr óerfðabreyttum maís
Stevía er 200% sætari en sykur en hefur engin áhrif á blóðsykur. Stevían vinnur best að mínu mati með annarri sætu t.d. erythritoli. Aðeins eru notaðir örfáir dropar af stevíu í bakstur, þeytinga eða eftirrétti. Stevían hefur rammt eftirbragð og því er gott að nota aðeins 1-2 dropa í byrjun og smakka sig til. Best er að nota stevíu með annarri sætu, hvort sem það er til að minnka magn venjulegs sykurs í uppskriftum eða með sætuefni á borð við Erythritol. Ég nota bragðbætta Stevíu frá NOW t.d. út í þeyttan rjóma, þeytinga eða morgungraut en þá nánast alltaf með Erythritoli eða vanilludufti sem sætir alltaf aðeins með.