Jólin eru tími hefða
Jólin mín: Þórunn Ingadóttir
Þórunn Ingadóttir býr með fjölskyldu sinni á Virginia Beach í Virginíu fylki í Bandaríkjunum. Fjölskyldan borðar alltaf hangikjöt á aðfangadag og drekkur jólaöl með.
Jólabíómyndin sem kemur þér í skapið?
Við horfum mikið á jólamyndir, ætli Home Alone 1 sé ekki í mestu uppáhaldi hjá okkur öllum.
Sendir þú jólakort eða hefur Facebook tekið yfir?
Sendi venjulega kort en í ár mun Facebook sjá um þetta fyrir okkur.
Ertu vanföst um jólin, er eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar?
Ég er mjög vanaföst. Mér finnast jólin ekki vera tími tilbreytinga heldur hefða. Við borðum jólamatinn á slaginu sex og erum alltaf með gamla, góða heimalagaða ísinn í eftirrétt.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hangikjöt og ekki má gleyma jólaölinu.
Hvenær eru jólin komin fyrir þér?
Í byrjun desember, þá erum við venjulega búin að skreyta og farin að hlakka til.
Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Ætli það sé ekki Barbie húsið sem ég fékk þegar ég var 9 ára. Það var algjör draumur.
Áttu þér uppáhalds jólaskraut?
Fyrstu jólin eftir að elsta barnið okkar fæddist keypti ég sett af öllum jólasveinunum til að hengja á jólatréð og ég held mikið upp á þá.
Hvernig verð þú jóladegi?
Með góða bók og konfekt!